Keb EcoShell W

Vandaður þriggja laga jakki úr EcoShell efni. Einföld hönnun með fastri hettu, þægilegum brjósvösum og rennilásum sem opnast undir handakrikunum til þess að lofta út.

Keb EcoShell er frábær alhliða þriggja laga útivistarjakki. Jakkinn er algerlega vatnsheldur (vatnsheldur að 30.000 mm). Hann er gerður úr teygjanlegu og sterku EcoShell efni er þægilegt að hreyfa sig í. Efnið andar mjög vel og kemur í veg fyrir að raki safnist innan við skelina. Með því að velja undirlagið vel undir skelina er jakkinn líka frábær á veturna því  hreyfigetan skiptir þá ekki síður máli eins og t.d. á skíðum. Sniðið er líkt og efnið gert með það fyrir augum að hámarka hreyfigetu. Hettan passar utan um hjálminn og leyfir hreyfingu á sama tíma.

Jakkinn er renndur með vatnsheldum rennilás sem opnast efst og neðst fyrir loftun. Rúmgóður brjóstvasi hentar vel þegar gengið er með bakpoka sem fer yfir mittið. Innri vasinn er hugsaður fyrir símann og smáhluti. Faldinn má stytta með teygjubandinu neðst og ermarnar má stytta og loka með frönskum rennilás. Fjällräven lagði mikinn metnað í að þróa EcoShell efnið en það er framleitt án notkunar flúorkolefnis efna sem skaða umhverfið. Efnið er úr endurunnu polyester (bæði notuðu og nýju) og kolefnis losun við framleiðslu er jöfnuð.

  • Vind og vatnsheldur þriggja laga jakki sem nýtist allt árið ef undirlagið er rétt valið.
  • Gerður úr léttu EcoShell (endurunnu polyester) án notkunar flúorkolefna sem skaða umhverfið.
  • Þétt stillanleg hetta sem passar utan um hjálminn.
  • Vatnsheldur rennilás sem opnast að ofan og neðan og smella neðst.
  • Rennilás undir handakrikum til þess að lofta út.
  • Öndunargeta er 26000 g/24h
  • Vatnsheldni er 30000 mm

Size XS
Color Navy