Smock Nr. 1
Smock Nr. 1
Smock Nr. 1
Smock Nr. 1
Smock Nr. 1
Smock Nr. 1

Smock Nr. 1

112.800 kr Sale Save

Þessi er gerður til þess að endast. Smock jakkinn tilheyrir Numbers línunni frá Fjällräven. Sú lína er framleidd í minna upplagi og er mjög vönduð.

Þetta er útivistarjakki sem nýtist allt árið með réttu undirlagi. Það eru mjög margir vasar á þessum jakka fyrir ýmislegt. Hettan er víð og ver gegn rokinu, þegar hún er niðri myndar hún  háan kraga. Rennilásin að framan opnast efst og neðst. Strengur í mitti til þess að þrengja. Ermarnar eru formaðar til að auðvelda hreyfingu. Smock No. 1 er gerður úr sterku G-1000 HeavyDuty efni á öxlum, ermum og í vösum. Efni og aukahlutir eru framleidd með lágmarksáhrifum á umhverfið. Leðrið er framleitt úr afgangsleðri.